Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2011 | 16:00

Tiger tímalínan

Við munum alltaf minnast Tiger fyrir risamótssigra hans 14 og fyrir að vera einn besti kylfingur síðustu ára (þ.e.a.s ef síðustu 2 árin eru undanskilin). Kannski er Tiger sá besti. Hins vegar mun hans líka verða minnst fyrir framhjáhöld hans, sem leiddu til lögskilnaðar hans og sænskrar eiginkonu hans Elínar Nordegren. S.l. tvö ár hafa verið hreinasta helvíti fyrir aumingja Tiger; hann hefir orðið af fúlgum fjár í styrktarsamningum, hann missti konuna sína og börn vegna yfirsjóna sinna, hann ávann sér heift fyrrum kylfusveins síns Steve Williams, þegar hann sagði honum upp, sveiflan hefir verið týnd, sem og púttin og hann hefir ekki unnið eitt einasta mót…. ja þar til nú s.l. helgi þegar hann vann, sitt eigið mót Chevron World Challenge, þar sem 18 kylfingar, sem eru meðal þeirra 50 bestu í heimi tóku þátt.

Golf Digest hefir tekið saman „tímalínu“ í máli og myndum yfir það helsta sem gerst hefir fréttnæmt í lífi Tigers s.l. 2 ár. Hana má sjá með því að smella á (View Slideshow) HÉR: