Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2012 | 15:00

Tiger tilbúinn í slaginn á Quail Hollow – hvert skyldi vera uppáhaldspúttið á ferlinum og uppáhaldsrisamót Tigers?

Tiger Woods mætir aftur til keppni á PGA Tour í þessari viku á Wells Fargo Championship í Charlotte, Norður-Karólínu, sannfærður um að hann hafi leyst öll vandamál með sláttinn, sem truflaði hann í síðasta mánuði á Masters.

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger), sem er núverandi nr. 7 á heimslistanum náði ekki að „breaka“ 72 í neinum hringja sinna á the Masters núna nýverið og er þetta versta frammistaða hans frá því hann gerðist atvinnumaður.

Hann barðist við að ljúka leik á 74 höggum og var á samtals +5 yfir pari eða samtals 293 höggum og sýndi gamla takta þegar hann kastaði kylfum og sparkaði í þær.

„Á the Masters átti ég svolítið í vandræðum með sláttinn,“ sagði Tiger í vídeósamskiptum sínum við áhangendur, en hann kaus þann háttinn á fremur en að halda blaðamannafund og sagði umboðsmaður hans að svo yrði nokkrum sinnum í ár.

„Sean og ég höfum lagað það.  Þetta hafði allt að gera með stöðuna mína. Hún var ekki rétt þannig að upphafsflug boltans var það ekki heldur, en við höfum unnið í þessu. Allt sem ég varð að gera var að endurtaka réttu stöðuna og slá nokkra hundruð bolta. Þetta er að sigta inn.“

Tiger, sem hefir unnið 14 risatitla, tók sér viku frí, frá 5. – 8. apríl og hefir varið tímanum í að bæta leik sinn.

Aðspurður um hvernig hvort hann kynni að meta líkurnar á að hann ynni 73. PGA Tour titil sinn í Quail Hollow sagði hann: „Já, mér finnst sem ég geri það, já.“

„Ég er að fara að spila á golfvelli sem mér líkar vel við í Charlotte. Ég hef unnið þar áður. Í þar næstu viku er síðan mót sem ég hef líka unnið bætti Bandaríkjamaðurinn, 36 ára (Tiger) við og átti þar við Players Championship, sem fram fer í Sawgrass 10.-13. maí n.k.

Fimmti risatitillinn

Tiger sigraði í Quail Hollow árið 2007 og vann eina Players titil sinn 2001, en Players er mót sem margir álíta að sé „óopinbera 5. risamótið“

Í viðtölum sínum við aðdáendur í gegnum samskiptasíður á Facebook og Twitter, svaraði hann spurningum, sem þeir höfðu áður komið fyrir á síðunum, en þetta er athyglisverð tilbreyting hjá Tiger, sem ekki heldur aftur blaðamannafund fyrr en eftir 1. hring Wells Fargo n.k. fimmtudag.

Á samskiptasíðunum valdi Tiger að svara 19 spurningum, m.a. einni sem var á þá leið hvert væri besta púttið hans á PGA Tour.

Hann taldi það vera púttið sem hann setti niður á 72. holu á the Masters 1997, en það gulltryggði fyrsta risatitil hans, sem hann vann með 12 höggum á næsta keppnada og samtals skor upp á 270.

Rökin voru þau að þetta hefði verið met, hann hefði skrifað golfsöguna á þessum tíma og eins hefði pabbi hans verið á lokaflötinni. „Þetta (púttið) var það langstærsta (á ferlinum).

Aðspurður um uppáhaldsrisamótaverlaunabikarinn, þá var Tiger ekki seinn að velja Claret Jug, sem veittur er sigurvegurum Opna breska.

Rökin: „Sagan og það sem hann stendur fyrir,“ sagði Tiger. „Allir stórmeistarar hafa spilað á Opna breska.“