Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 12:45

Tiger talar um Elínu, „konunginn“ og Bandaríkjaforseta í golfi í The Late Show

Tiger Woods var nú um daginn gestur Stephen Colbert í bandaríska spjallþættinum „The Late Show.“

Þar voru heimsmálin rædd með áherslu á golf, tölvuleiki og jamms fyrrverandi eiginkonu Tiger …. Elínu Nordegren.

Tiger sagði í þættinum að fyrrverandi eiginkona sín væri besti vinur sinn; einkum væri það vegna barnanna, Sam og Charlie, en þau bæði vildu gera sitt besta þeirra vegna.

1-a-tiger

Colbert uppskar hlátur þegar hann sagði að það að Tiger segði að þau Elín væru bestu vinir væri jafnvel meira afrek en að vinna risamót m.t.t. hvernig hjúskap þeirra lauk – því, ja … sannleikurinn er eins og sólin – hún skín alltaf að lokum og í gegnum alla lygi ….  í þessu tilviki framhjáhaldslygavef Tigers!

Jafnframt voru uppskurðirnir tveir á baki Tiger til umræðu og hvað hann hefði gert í  fjarveru sinni frá keppnisgolfinu.

Best að sjá þetta allt saman í meðfylgjandi mynskeiði SMELLIÐ HÉR: 

Svo má líka sjá Tiger tala um „konunginn“ Arnold Palmer og um þá Bandaríkjaforseta, sem hann hefir spilað golf við – en Tiger gefur þeim einkunn …. ansi áhugavert (sjá frá u.þ.b.4:11 mín) Nokkuð áhugavert komment um Trump! 🙂 🙂 🙂 SMELLIÐ HÉR: