Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 3. 2015 | 08:30

PGA: Tiger T-18 á Quicken Loans

Tiger Woods fannst sjálfum að hann hefði tekið stór skref fram á við í Quicken Loans mótinu, sem lauk í gær.

Hann varð T-18, sem er þó altént topp-20 árangur.

Tiger lauk keppni á samtals 8 undir pari, 276 höggum (68 66 74 68) og átti glæsilokahring upp á 68 högg.

Árangur hans hefir þó aldrei verið metinn með sömu mælistiku og annarra – þegar Tiger er annars vegar gera allir kröfu um 1. sætið!

Sigurvegarinn Troy Merritt lék á samtals 18 undir pari – þannig að Tiger var heilum 10 höggum frá sigri í mótinu.

Hefði hann ekki átt þennan lélega 3. hring upp á 74 júmbóhögg og verið á svipuðu róli og hina 3 dagana hefði hann auðveldlega landað 2.-3. sætinu.

Það er eflaust ekki langt í sigur hjá Tiger eftir þessa frammistöðu a.m.k. hlýtur mótið að hafa verið gott fyrir sjálfsöryggi hans, en hann sagðist m.a. glaður að hafa haft fullkomna stjórn á boltanum aftur.

A.m.k. sýndi Tiger snilldartakta á köflum sbr. björgunarhögg hans á 12. braut Robert Trent Jones GC í Gainsville, VA þar sem mótið fór fram og sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Og í lokinn var Tiger bara hress með framfarirnar og árangur sinn – sjá viðtal við Tiger með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá lokastöðuna á Quicken Loans mótinu SMELLIÐ HÉR: