Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2011 | 02:00

Tiger sýndi gamalkunna takta á Chevron World Challenge – er í 1. sæti þegar mótið er hálfnað

Á Sherwood vellinum í Thousand Oaks, Kaliforníu fer nú fram Chevron World Challenge mótið, þar sem Tiger er gestgjafi.  Og hann er ekkert gestrisinn… Leikur hans 2. dag mótsins var í einu orði sagt: Frábær! Hann er einn í 1. sæti þegar mótið er hálfnað skilaði sér í hús á -5 undir pari, 67 höggum og er samtals búinn að spila á 136 höggum (69 67), samtals -8 undir pari.

Í 2. sæti eru þeir KJ Choi og Matt Kuchar, 3 höggum á eftir Tiger, báðir búinir að spila á samtals -5 undir pari, 139 höggum; Choi (66 73) og Kuch (72 67), en sá síðarnefndi átti lægsta skor gærdagsins, ásamt Tiger.

Fjórða sætinu deila þeir Zach Johnson og Hunter Mahan á samtals 140 höggum, 4 höggum á eftir Tiger.

Gaman að sjá Tiger aftur eins og hann á að sér að vera og vonandi að 2 ára eyðimerkurgöngu hans golflega séð sé lokið!

Til þess að sjá stöðuna á Chevron World Challenge þegar mótið er hálfnað smellið HÉR: