
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2011 | 07:00
Tiger: „Steve er ekki kynþáttahatari“
Tiger Woods segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá fyrrum kylfusveini sínum, Steve Williams vegna kynþáttaníðs hans og að þeir tveir hafi hittst og tekist í hendur fyrr í dag (þriðjudaginn 8. nóvember) í The Lakes Golf Club fyrir Australian Open.
Óviðeigandi ummæli Williams féllu í kaddýpartýi s.l. föstudag, í Shanghaí.
Í ljósi 12 ára frábærrar samvinnu Tiger Woods og Steve William sagði Tiger að ummæli Steve hefðu verið „særandi… rangt hefði verið að hafa þau uppi og þau væru nokkuð sem (Steve) hefði gengist við. Steve er ekki kynþáttahatari.“
Tiger sagðist ekki ætla að krefjast þess að Steve yrði refsað. Talsmenn PGA Tour og Evróputúrsins hafa þegar sagst ekki ætla að refsa Steve Williams fyrir ummæli hans.
Steve var kylfusveinn Tiger á hátindum velgengni hans á fyrsta tug 21. aldar, en var látinn fara frá Tiger s.l. sumar.
Aðspurður um ástæður fjandskapar milli þeirra sagði Tiger: „Það er bara á milli Stevie og mín. Við höfum farið í gegnum þetta og látum kyrrt liggja héðan í frá.“
Heimild: Golfweek
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ