Tiger staðfestir þátttöku í Players
Tiger Woods mun næst keppa eftir 2 vikur á The Players Championship, sem oft er nefnt 5. risamótið.
Mótið fer fram helgina 7.-10. maí á TPC Sawgrass.
Woods hefir ekkert spilað eftir að hann varð T-17 á The Masters.
Eftir lokahring sinn á The Masters sagði Tiger að hann „ætlaði að taka sér frí.“
Hann hefir bara spilað á 2 öðrum mótum það sem af er keppnistímabilisins, þar sem hann komst ekki í gegnum niðurskurð í Phoenix og dró sig úr Farmers Insurance Open. Sem stendur er Tiger í 106. sæti á heimslistanum.
Tiger komst ekki á The Players í fyrra, 2014, vegna uppskurðar sem hann gekkst undir vegna bakverkjarins – árið þar áður, 2013, sigraði hann á The Players, með 2 höggum.
Í tvíti frá Tiger nú sagði: „Looking forward to going back to THE PLAYERS this year, hoping for a repeat of 2013.“
(Lausleg þýðing: „Hlakka til að fara aftur og keppa á THE PLAYERS á þessu ári, vonast eftir að endurtaka leikinn frá 2013.„
Eftir The Players tekur Tiger þátt í The Memorial, móti Jack Nicklaus, en þeir tveir kumpánar ræddu þátttöku Tigers í Memorial á Masters í löngu samtali en Gullni Björninn sagðist aldrei fyrr en þá hafa talað lengur en 2 mínútur við Tiger.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
