Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 10. 2015 | 10:00

Tiger staðfestir þátttöku í Phoenix Open

Tiger Woods staðfesti í gær (9. janúar 2014) þátttöku í PGA Phoenix Open, móti sem hann hefir ekki spilað í, í 14 ár, allt frá því áhorfandi henti appelsínu á flöt, þar sem hann var að pútta, árið 2001.

Tiger varð nýlega 39 ára og þetta er 20. keppnistímabil hans á PGA Tour.

„Það verður frábært að snúa aftur til Phoenix,“ segir Tiger í grein, sem birtist á tigerwoods.com og staðfesti jafnframt að hann muni spila í Farmers Insurance Open 5.-8 . febrúar í  Torrey Pines.

„Áhorfendur eru ótrúlegir og alltaf ákafir (í Phoenix) og 16. holan er ansi einstök í golfinu. Torrey er mjög mikilvægur staður fyrir mig.  Pabbi fór þangað með mig þegar ég var yngri og ég á mikið af góðum minningum af því að horfa á golf þar þegar ég var að vaxa úr grasi.“

Tiger hefir alls sigrað 8 sinnum á Torrey Pines, sem er rétt hjá La Jolla í Kaliforníu.