Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2017 | 08:57

Tiger staðfestir þátttöku í Omega Dubai Desert Classic

Tiger Woods mun keppa á Omega Dubai Desert Classic og mætir þar m.a. þeim Rory McIlroy og Henrik Stenson.

Tiger hefir nú staðfest þátttöku sína.

Hann hefir reyndar keppt reglulega í mótinu frá árinu 2001, þegar hann var með í 1. sinn og hefir sigrað mótið tvívegis 2006 og 2008.

Mér hefir alltaf þótt gaman að spila í Dubaí og það er frábært að sjá hversu borgin hefir vaxið gríðarlega frá því að ég spilaði fyrst þar,“ sagði Tiger, sem mun í fyrsta sinn á árinu keppa á Torrey Pines í vikunni áður en hann heldur til keppni í Dubai Desert Classic.

Það var frábært að sigra í Dubai árin 2006 og 2008. Þegar maður sigrar í Dubai veit maður að maður hefir sigraði frábæra keppendur. Stuðningur áhorfenda er líka bara yndislegur.“

Ég man líka eftir að setja niður langt pútt á 18. Það var gott. Einnig man ég eftir að hafa átt 3 hringi upp á 64 högg, en aðeins tveir töldu þar sem einn var í Pro-Am mótinu. Þetta var árið 2001 þegar ég varð í 2. sæti á eftir Thomas Björn.“

Það var Mark (O’Meara), sem fyrst sagði mér frá mótinu árið 2000. „Þér myndi virkilega líka við það,“ sagði hann. Ég fór til Dubaí árið á eftir og átti frábærar stundir.

Mótshaldarar í Dubaí eru yfir sig ánægðir yfir að Tiger muni taka þátt í mótinu í Dubai.