Tiger Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 23. 2012 | 21:21

Tiger spilar í Abu Dhabi

Nú í vikunni hefst Abu Dhabi HSBC Golf Championship í Abu Dhabi GC.  Þar taka þátt allir sterkustu kylfingar heims, nr. 1 Luke Donald verður í mótinu, ásamt nr. 21 Tiger Woods. Það verður spennandi að fylgjast með Tiger, en gott gengi hans í blálok síðasta árs, á Chevron mótinu, lofar góðu fyrir 2012 tímabilið. Tiger hefir verið við þrotlausar æfingar og er einbeittari en nokkru sinni að koma tilbaka. „Ég er ákafur að byrja“ sagði Tiger. „Það verður gaman að prófa spil mitt gegn svona kröftugum kylfingum,“ en þar á Tiger væntanlega við 4 efstu á heimslistanum sem líka taka þátt í mótinu, þá Donald, McIlroy, Westwood og Kaymer. Með góðu gengi í mótinu gæti Tiger mjakast ofar á heimslistanum…. og e.t.v. sjáum við hann aftur í 1. sætinu áður en langt um líður.