Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 07:00

Tiger skrifaði undir ábatasaman styrktarsamning

Hero MotorCorp, sem er heimsins stærsti framleiðandi tvíhjóla farartækja, tilkynnti um alþjóðlegan styrktarsamning á þriðjudaginn við Tiger Woods.

Þetta indverska mótorhjóla og skellinöðrufyrirtæki er lítið þekkt í Bandaríkjunum en fyrirtækið hefir í hyggju að nota Tiger til þess víkka út markaðssvæði utan Indlands, þar sem 98% af sölu þess fer fram.

Hero fréttatilkynningin kemur 2 dötum áður en Tiger snýr aftur í keppnisgolfið eftir 4 mánaða frí.

Tiger sem verður 39 ára seinna í mánuðnum mun tía upp á morgun í the Isleworth Golf & Country Club, í móti þar sem hann er árlega gestgjafi, en ágóðinn af mótinu rennur til  the Tiger Woods Foundation.

Hero skrifaði undir í september að fyrirtækið myndi vera styrktaraðili mótsins og ber það nú nafn fyrirtækisins þ.e.  Hero World Challenge,  en þátt í þessu móti taka 18 bestu kylfingar heims þ.á.m. Zach Johnson, Bubba Watson, Henrik Stenson, Justin Rose og Rickie Fowler.

Hero samningurinn er til 4 ára og er ábatasamasti styrktarsamningur Tiger frá árinu 2009 þegar framhjáhaldsskandall hans kostaði hann hjónabandið við Elínu  Nordegren en einnig nokkra styrktaraðila; fyrirtæki á borð við  Accenture , AT&T T,  PepsiCo PEP, Gillette , Tag Heuer og Electronic Arts.

Skv. fréttamiðlum á Indlandi hlýtur Tiger skv. Hero samningnum u.þ.b.  $ 8 milljónir á ári (þ.e. u.þ.b. 1 milljarð íslenskra króna á ári).

Framkvæmdarstjóri Hero, Pawan Munjal vildi ekki tjá sig um skilmála og nákvæmar fjárhæðir í samningnum við Tiger, en þegar hann var spurður um þær háu peningafjárhæðir sem um væri að ræða svaraði hann: „Þetta er jú Tiger Woods, þegar allt kemur til alls.“

Þess mætti geta að Tiger og Munjal hafa spilað golf saman á „Páfugla-golfvellinum“ fræga í Delhi á Indlandi, en Tiger var þar í boði Hero fyrirtækisins í febrúar fyrr á árinu – Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:  og SMELLA HÉR: