Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2011 | 01:00

Tiger sigraði á Chevron! – Tveggja ára sigurleysi lokið

Tiger Woods sigraði á Chevron World Challenge mótinu á Sherwood vellinum í Thousand Oaks, Kaliforníu.  Fugl á 18. braut tryggði honum 1 höggs sigur yfir Zach Johnson og forðaði því að til umspils kæmi líkt og gerðist í fyrra, þegar Graeme McDowell hafði síðan betur gegn Tiger í bráðabana. Samtals var Tiger á -10 undir pari, samtals 278 höggum (69 67 73 69). Með þessum sigri Tigers er lokið 2 ára sigurleysi hans.

Í 2. sæti, 1 höggi á eftir varð Zach Johnson. Í 3. sæti varð Paul Casey, sem hvarf frá sveiflubreytingum, sem hann hafði verið að vinna að og leiddu til slaks upphafshrings (79 högg) en eftir að hann tók aftur upp gömlu sveifluna sína skilaði hann inn hringjum, öllum undir 70 höggum (68 67 69).

Til þess að sjá úrslitin á Chevron World Challenge smellið HÉR: