Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2017 | 02:00

Tiger segir lyfjum að kenna um meinta ölvunaraksturshandtöku sína

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Tiger Woods, segir að óvæntum viðbrögðum sínum við lyfseðilsskyldum lyfjum sé að kenna um handtöku hans snemm morguns í gær, þar sem hann lá undir grun um ölvunarakstur.

Tiger war handtekinn nálægt heimili sínu Jupiter Island í Flórída.

Tiger, sem gekkst nýlega undir 4. bakuppskurðinn í tilraun til að minnka bakverki hans var stöðvaður í bíl sínum í gærmorgun, þ.e. þann 29. maí 2017;  kl. 3:00 að staðartíma í Flórída ( kl. 7 hér heima á Íslandi);  handtekinn og  brot hans bókað á lögreglustöð  kl. 7:18 (að staðartíma í Flórída) þ.e. kl. 11:18 (að staðartíma á Íslandi).

Honum var síðan sleppt nokkrum klukkustundum síðar þ.e. kl. 10:50 (að staðartíma í Flórida) þ.e. kl. 14:50 (að íslenskum tíma) s.s. segir í skýrslu Palm Beach County lögreglunnar.

Sjá má myndskeið CNN um handtöku Tiger Woods með því að SMELLA HÉR: 

Tiger sagði í fréttatilkynningu sem talsmaður hans kom fram með að áfengi væri ekki þáttur í handtöku sinni afsakaði sig og bætti við að hann tæki fulla ábyrgð á gerðum sínum.

Ég vil að almenningur viti að áfengi kom hvergi við sögu,“ sagði hann.

Það sem gerðist voru óvænt viðbrögð mín við lyfseðilsskyldum lyf. Ég gerði mér ekki grein fyrir að lyfjablandan hefði haft svona sterk áhrif á mig.“

Ég vil biðja fjölskyldu mína, vini og áhangendur afsökunar af öllu hjarta. Ég býst líka við meiru af mér.“

Tiger sem er í 2. sæti yfir besta árangur allra tíma hvað snertir sigra í risamótum (14 titlar) sagði að hann hefði verið samstarfsfús við lögregluna og vildi þakka Jupiter deild lögreglunnar og sýslumannsembættinu í Palm Beach County fyrir fagmennsku þeirra.

Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þetta endurtaki sig aldrei aftur.“

Þetta atvik á sér stað minna en viku eftir að Tiger lýsti yfir bjartsýni með framtíð sína eftir bakuppskurð og sagði m.a. á vefsíðu sinni að hann hefði upplifað „linun sársaukans (í bakinu) þá þegar“ og að sér hefði „ekki liðið svona vel árum saman.“

Tiger hefir s.s. heimsbyggð veit áður verið í fréttum vegna atvika utan golfvallarins. Þannig upplýstist 2009 um framhjáhald hans með fjölmörgum konum sem síðan leiddi til skilnaðar hans frá þáverandi eiginkonu hans, Elínu Nordegren, sem hann á tvö börn með, Sam og Charlie. 

Það upplýstist um framhjáhöldin eftir árekstur Tiger, sem síðan snerist í fjölmiðlafárviðri vegna fjöllyndis hans.

Sá skandall kostaði Tiger mikinn pening þ.e. missi margra ábatasamra auglýsingasamninga og styrktaraðila.

Hins vegar var Tiger, sem hefir enn styrktaraðila á borð við Nike, Bridgestone, Hero, Kowa, Upper Deck, og Monster Energy, nr. 12 á lista Forbes yfir hæstlaunuðu íþróttamenn ársins 2016, með heildarinnkomu upp á  $45.3 milljónir, þrátt fyrir að missa af fjölmörgum mótum vegna bakuppskurða sinna.

Hinn 79-faldi sigurvegari á PGA Tour, sem sat í mettíma í 1. sæti heimslistans (683 vikur í röð) hefir verið að dala á sl. árum á golfvellinum og er nú nr. 876 á heimslistanum, eftir að hafa verið frá keppni lengi.

Hann hefir aðeins spilað í 19 mótum á PGA Tour frá árinu 2013 og aðeins 1 sinni verið meðal efstu 10, á tímabili þar sem hann komst 7 sinnum ekki gegnum niðurskurð og dró sig úr mótum 3 sinnum.