Hér einu sinni vildu allir í Ryder Cup liði Evrópu spila á móti Tiger …. því það væri góður dagur ef sigur næðist en allir byggjust hvort eð er við því að hann ynni og þá væri tap ekkert slæmt – Monty telur Rory vera í sömu stöðu nú Tiger segir að styrkurinn sé aftur sá sami hjá honum bara sveiflan ekki
Tiger Woods er of upptekinn í rætkinni til þess að finna sér nýjan sveifluþjálfara hvað þá að sveifla golfkylfu.
Woods sagði í dag að styrkur hans sé sá sami „vegna þess að hann hafi unnið hörðum höndum í ræktinni“ og hann sé á áætlun við að koma sér í keppnisform fyrir desember. En hann hefir enn ekki slegið golfbolta frá því að hann komst ekki í gegnum niðurskurð í PGA Championship risamótinu 8. ágúst s.l. og veit ekki hvenær hann mun aftur slá.
„Við erum komin ansi langt fram úr styrkfasanum núna og ég er kominn með styrkinn þar sem ég vil hafa hann,“ sagði Tiger í Isleworth Golf & Country Club, þar sem hann bjó fyrstu 15 árin af atvinnumannsferli sínum. „Nú verð ég bara að ná neistanum aftur og keyra upp hraðann og það tekur svolítinn tíma. Þetta er hluti af seinni fasa í þjálfun okkar og það er komið að honum núna.“
Tiger gekkst undir 5. uppskurðinn á 20 árum – og í þetta skipti í bakinu – og honum hefir ekki tekist að sigra á PGA Tour móti í 3. sinn á 5 árum.
Rory McIlroy sagði að Woods og Phil Mickelson væru á „síðustu holum“ ferla sinna, aðspurður um álit sitt á því að bestu kylfingar kynslóðar sinnar spiluðu ekki á Tour Championship í fyrsta sinn síðan 1992.
Rory var með beina vísun til aldurs beggja (Tiger verður 39 ára í desember og Mickelson er 44 ára) og meiðsla þeirra. Og þegar „síðustu holurnar“ urðu að heitasta umræðuefni á félagsmiðlunum og Rory var beðin að útskýra athugasemdir sínar svaraði hann hlægjandi „ég hef sagt verri hluti við Tiger beint framan í hann.“
Hver skyldu viðbrögð Tiger hafa verið við þessu?
„Mér fannst þetta fyndið,“ sagði Tiger. „Phil á samt færri holur eftir en ég. Þetta er staðreynd, vitið þið? Vð erum allir eldri. Ég er að nálgast 20. keppnistímabil mitt hér á PGA Tour …. þetta er bara hluti af öldrunarferlinu.“
Tiger Woods Foundation hefir tilkynnt að Hero Morocorp mótið í Indlandi muni verða nýr styrktaraðili móts Tiger í lok árs, sem flyst til Isleworth frá Sherwood Country Club í Kaliforníu. Mótið fer fram. 4-7. desember n.k.
Tiger spilaði sýningarmót á Indlandi í febrúar s.l. og þar hitti hann Pawan Munjal, sem er varaformaður stjórnar og formaður Hero.
„Þetta var síðasti góði hringurinn sem ég spilaði í ár,“ sagði Tiger. „Ég var á 63 höggum þennan dag.“
Þó hann hafi brosað þá var nokkuð til í þessu. Bakverkirnir urðu upp frá því stöðugt verri þar til Tiger varð að leggjast undir hnífinn 31. mars s.l., sem varð til þess að hann mistti af Masters í fyrsta sinn og Opna bandaríska meðan hann var að ná sér í 3 mánuði.
Þegar hann sneri aftur komst hann ekki í gegnum niðurskurð tvisvar og var með verstu niðurstöðu sína eftir 72 holur í risamóti og dró sig úr heimsmótinu og hann ýfði upp bakmeiðslin í bönker á lokahring Firestone. Tiger var ekki með í FedEx Cup umspilinu í 2. skiptið vegna meiðsla. Og Tiger dró sig úr því að koma til greina í Ryder bikars lið Bandaríkjanna.
Tiger sér ekki eftir að hafa snúið aftur of fljótt. Hann sagðist bara ekki hafa gert sér grein fyrir hversu mikið vantaði upp á að hann næði aftur sama formi.
„Mér leið nógu vel það var bara óheppilegt að ég var ekki í nógu góðri æfingu,“ sagði Woods. Ég var ekki í eins góðri æfingu og ég hefði þurft að vera. Þannig að eftir því sem leið á mótið varð ég þreyttari og þreyttari og það vantaði sprengikraftinn. Ég var ekki nógu sterkur… ég gat lyft eins og ég er vanur og spilað og æft.“
„En á endanum datt botninn úr leiknum … vegna þess að ég var ekki í nógu góðu formi til að halda honum uppi.“
Aðspurður svaraði Tiger. „Hvort ég sé að leita að öðrum sveifluþjálfara? Nú í augnablikinu er ég ekki að því. Nú er ég bara að reyna að verða líkamlega betri, sterkari, fljótari með meiri sprengikraft …. ég er ekkert að flýta mér að leita að nýjum. Eins og ég sagði ég er bara einbeittur í því, sem ég er að gera.“
Þeir sem þegar hafa samþykkt að taka þátt í Hero World Challenge eru Martin Kaymer, Bubba Watson, Billy Horschel og Chris Kirk.
„Þetta verður sterkur hópur,“ sagði Tiger. „Og vonandi, get ég spilað aðeins betur en ég hef verið að gera!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
