Tiger sagður íhuga þátttöku í Phoenix Open – ás Tiger 1997 og dómurinn frá 1999 rifjaðir upp
Tiger Woods er sagður íhuga að spila á Phoenix Open mótinu, en umboðsmaður hans Mark Steinberg sagði í gær að engin ákvörðun hefði verið tekin hvar Tiger muni spila 1. mót ársins að þessu sinni.
Á Golf.com var frétt þar sem sagði að Tiger væri að smíða plön um að spila í Waste Management Phoenix Open, sem fram fer 29. janúar til 1. febrúar í Scottsdale, en miðillinn sagði Tiger þegar hafa gert ráðstafanir til þess að fá lánsbíl meðan á mótinu stendur og hafa bókað hótel.
Tiger tók síðast þátt í mótinu 2001.
Mótsstjórnin sagði að engin formleg skráning frá Tiger hefði borist í mótið en ekki lokar fyrir skráningu fyrr en 23. janúar.
Frægur dómur var felldur í mótinu 1999, þegar áhorfanda var leyft að færa til stærðarinnar steinblokk frá bolta Tiger, sem dæmdist vera lausung (regla 23).
„Það er engin skuldbinding“ sagði umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg. „Þegar við erum komin með dagsrkánna, munum við tilkynna uma hana.“
Mikið hefir verið spekúlerað hvar Tiger muni hefja keppni árið 2015, eftir versta keppnistímabil ferilsins þar sem Tiger hóf aðeins leik 9 sinnum og lauk aðeins keppni í 4 mótum vegna bakmeiðsla og skurðaðgerðar, sem hann gekkst undir í kjölfarið.
Tiger varð þannig í síðasta sæti í síðasta mótinu sem hann tók þátt í, Hero World Challenge, fyrsta móti sem hann spilaði í, í 4 mánuði eftir að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship í ágúst. Búist er við að hann spili í næsta mánuði á Farmers Insurance Open í Torrey Pines, þar sem hann hefir sigrað 8 sinnum frá því hann gerðist atvinnumaður.
Flestir áhorfendur eru á mótinu í Phoenix af öllum mótum á PGA Tour, oft fleiri en 500.000. Oft er mjög hávært þegar svona margir eru saman komnir og sérstaklega virðist oft vera einskonar partýstemmning á 16. holunni þar sem Tiger náði eftirminnilegum ási árið 1997.
Hér má sjá þennan flotta ás Tiger í Phoenix 1997 fyrir 18 árum SMELLIÐ HÉR:
Eins má rifja upp að þegar Tiger tók þátt 1999 var einn áhorfandi af þessum fjölmörgu sem hrópaði ókvæðisorðum að Tiger og leitaðist við að pirra leik Tiger. Þegar öryggisverðir stöðvuðu þennan áhorfanda kom í ljós að hann hafði komist með skammbyssu á svæðið og ekki hægt að hugsa hugsunina til enda hefði þessi maður ekki verið stöðvaður í tækan tíma.
Það sem bætist við er að Super Bowl fer fram sömu helgi og Waste Management Phoenix Open.
„Við höfum heyrt sögusagnirnar – en Tiger hefir ekkert skráð sig enn,“ sagði Rob Myers, talsmaður Thunderbirds stofnunarinnar, sem hefir umsjón með mótinu.
Árið 2001 lauk Tiger keppni T-5 þ.e. var jafn öðrum í 5. sæti, en í mótinu henti einn áhorfandinn m.a. appelsínu á grínið þar sem Tiger var að pútta og Tiger hefir aldrei aftur tekið þátt í mótinu.
Jafnvel þó Tiger hafi sjaldnast snúið aftur til móta þar sem hann hefir tekið ákvörðum um að spila ekki í, þá sagði hann í síðasta mánuði að hann væri að líta á „öðruvísi“ mót sem hann ætlar að spila í, á þessu ári.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


