Lindsey Vonn og Tiger Woods meðan allt lék í lyndi og þau voru ástfangin upp yfir haus
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 4. 2015 | 07:00

Tiger og Lindsey Vonn hætt saman

Lindsey Vonn og Tiger Woods hafa staðfest að þau hafi slitið sambandi sínu.

Þau tilkynntu um samband sitt í mars 2013, en hafa nú ákveðið að slíta sambandi sínu, að sögn vegna annasamra vinnu þeirra beggja.

Skíðadrottningin Vonn skrifaði á facebook síðu sína: „Eftir næstum 3 ár saman hafa Tiger og ég sameiginlega ákveðið að enda samband okkar. Ég mun ávallt meta minningarnar sem við eigum saman.“

„Því miður er líf okkar beggja annasamt þannig að við verðum að verja mestanpart tíma okkar í sundur. Ég mun ávallt dást að og virða Tiger. Hann og hans fallega fjölskylda mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“

Tiger skrifaði á heimasíðu sína: „Lindsey og ég höfum sameiginlega ákveðið að hætta að deita.“

„Ég dáist mikið að, virði og elska Lindsey og ég mun alltaf meta tíma okkar saman. Hún hefir verið frábær við Sam og Charlie og alla fjölskyldu mína.“

„Því miður er líf okkar annasamt og við keppum bæði í krefjandi íþróttagreinum. Það er erfitt að verja tíma saman.“

Tiger var áður kvæntur Elinu Nordegren, sem er single líka í augnablikinu; en þau skildu eftir að upp komst 2010 að Tiger hefði átt í fjölmörgum framhjáhaldssamböndum.

Menn eru strax byrjaðir að slúðra um hvort þau muni ekki taka upp þráðinn að nýju núna?