Tiger á milli klappstýru og Lindsey
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2013 | 11:00

Tiger og Lindsey á fótboltaleik

Tiger og Lindsey fóru saman á NFL leik þ.e. leik Denver Broncos og Kansas City Chiefs, í bandaríska ruðningsboltanum.

Þetta var stærsti leikur á keppnistímabili NFL að svo komu máli.

Flott loðnu stigvélin sem Lindsey er í?

Bæði voru dúðuð enda fremur kalt á leikvanginum og horfðu á Denver Broncos sigra Kansas City Chiefs 27-17.

Uppáhaldslið Tiger er eiginlega Oakland Raiders en Lindsey er mikil áhangandi Broncos.

Enda var það Lindsey sem dró Tiger á leikinn og skemmti sér konunglega sbr. skilaboð hennar á Instagram þar sem hún lét fylgja nokkrar myndir af þeim: ‘Having a blast at the Broncos game! #gobroncos’.

Tiger og Lindsey

Tiger og Lindsey