Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2015 | 14:00

Tiger og Dufner spiluðu saman æfingahring f. Opna breska

Tiger Woods og Jason Dufner spiluðu saman æfingahring í gær á St. Andrews, sem hluti af undirbúningi þeirra fyrir Opna breska, sem hefst nú í vikunni.

Mikið er spáð í hvað þeim fór á milli en flestir golffréttamenn hefðu gjarnan vilja vera flugur á golfsettum þeirra.

Þær sögusagnir hafa gengið fjöllunum hærra að Tiger hafi átt í sambandi við fyrrum eiginkonu Dufner,  Amöndu Boyd.

Sjá m.a. frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR:

Bent hefir verið á að líklega sé enginn fótur fyrir þeim sögum þar sem varla hefðu þeir Tiger og Jason leikið æfingahring saman hefðu sögusagnirnar verið réttar.

Umboðsmaður Tiger, Mark Steinberg, hafði áður borið allar sögusagnirnar tilbaka, sem er nákvæmlega það sem maður býst við að hann myndi gera, en nokkuð athyglivert er líka að ef eitthvað væri til í slúðrinu,  þá hefðu líklega verið framhaldssögur, en engar slíkar hafa borist þannig að líklega er bara um að ræða það, sem talið var í upphafi, að líklega sé allt ein allsherjar kjaftasaga.