Tiger með Nepalbúa í einkatíma
Frábær saga Pratimu Sherpa varð jafnvel enn betri í gær, þriðjudaginn 24. apríl 2018.
Sherpa, sem er verðandi atvinnukylfingur kom til Bandaríkjanna sl. helgi til þess að vera viðstödd frumsýningu kvikmyndar, sem sýnir hvernig hún lærði að spila golf, þrátt fyrir fátækt fjölskyldu hennar í Kathmandu.
Saga hennar, sem sögð er í kvikmyndinni „A Mountain to Climb“ fangaði athygli Tiger Woods, sem bauð henni á golfnámskeið sem hann stóð fyrir í Medalist Golf Club í Júpíter, Flórída. Sjá má úr „A Mountain to Climb“ með því að SMELLA HÉR:
Skv. ESPN gaf Tiger, Sherpa, 18 ára, 30 mínútna einkatíma áður en námskeiðið hófst.
Tiger frétti fyrst um metnað Sherpa að verða fyrsti kvenatvinnukylfingurinn frá Nepal í frétt Golf Digest.
Hún sagði að bréf sem hann hefði sent the Royal Nepal Golf Club, þar sem fjölskylda hennar býr í viðhaldsskúr við 3. holu væri það sem hvetti hana áfram til að spila vel.

Pratima Sherpa frá Nepal faðmar Tiger, sem er hvatning hennar í golfinu!
Á síðasta ári var Sherpa 4 sætum frá því að komast á LPGA mótaröðina, en hún spilar nú golf sem áhugamaður.
„Það var sérstakt að hún var hérna einn dag á vegum stofnunar minnar,“ sagði Tiger í viðtali við ESPN. „Hún sýnir öllum hvað mikil vinna og trú á mann sjálfan getur komið til leiðar. Saga vegferðar hennar veitir innblástur. Við getum öll lært af því sem hún hefir gert.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
