Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 8. 2014 | 14:15

Tiger lauk keppni þrátt fyrir flensu og uppköst á lokahring World Golf Challenge – Ætlar að breyta dagskrá sinni 2015

Nú er komin skýring á því af hverju Tiger Woods lék ekki betur en raun bar vitni á World Golf Challenge í Flórída þar sem hann var gestgjafi.

Hann var með svæsna flensu, gat varla talað af hæsi við blaðamenn eftir 3. og 4. hring, auk þess sem hann kastaði upp á lokahringnum.

En með þeim heraðga sem honum er eiginlegur, brást hann ekki aðdáendum sínum og kláraði mótið.

Tiger lék á samtals sléttu pari (77 70 69 og 72) og hafnaði í 17. sæti ásamt Hunter Mahan og lék sífellt betur þrátt fyrir veikindin.

Tiger tilkynnti að hann ætlaði að gera nokkrar breytingar á keppnisdagskrá sinni 2015, en helsta breytingin er sú að hann ætlar ekki að taka þátt í mótum á Evrópumótaröðinni, þ.e. í upphafi árs eins og hann hefir gert á undanförnum árum.