Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 08:00

Tiger komst ekki gegnum niðurskurð

Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship mótinu í gær.

Hann lék seinni hringinn líka á 3 yfir pari, 74 höggum og var samtals á 6 yfir pari, sem einfaldlega var ekki nógu gott til þess að hann fengi að spila um helgina

Í þessu sambandi er e.t.v. rétt að rifja upp Tiger fyrir 14 árum, árið 2000, á sama golfvelli, hinum Jack Nicklaus hannaða Valhalla golfvelli í Kentucky, en það var einmitt árið sem Nicklaus spilaði í síðasta sinn í PGA Championship

Nicklaus sagði m.a. eftirfarandi þegar hann var beðinn um að rifja upp  þetta mót: „Ég man ekki mikið af því hvernig ég spilaði nema að ég næstum setti niður 75 yarda högg með fleyjárni á lokaholunni, sem ég þurfti til þess að ná niðurskurði – ég skildi það eftir u.þ.b. 30 cm frá holu.  Ég man þó eftir að Tiger spilaði virkilega vel og mér fannst gaman að spila með honum.“

Tiger vann PGA Championship árið 2000, með 1 höggi eftir dramatískt 3 holu umspil…. en nú er öldin önnur og hann greinilega ekki búinn að ná sér góðum af bakmeiðslunum eða ekki í nógu góðri æfingu eftir þau.