Tiger kaddý í móti sonarins
Það kom foreldrum barnamóts í Club Med Academies í Jupiter, Flórída algjörlega á óvart þegar þeir sáu golfgoðsögnina, sjálfan Tiger Woods, 15-faldan sigurvegara á risamótum, á pokanum hjá syni sínum, Charlie Woods.
En það sem vakti e.t.v. enn meiri athygli var frábær, áreynslulaus sveifla hins 10 ára Charlie Woods.
Fannst mörgum Charlie líkjast pabbanum, endan fellur eplið sjaldan langt frá eikinni.
Charlie vann samt ekki, var á 5 yfir pari í þessu 9 holu móti og lauk því T-9, á hring þar sem hann fékk m.a. fugl á par-4 þriðju holunni.
Mótið var hins vegar aðeins liður í mótaröð og varð Charlie í 2. sæti heilt yfir tekið, þegar upp var staðið.
Glæsilegur árangur hjá hinum 10 ára Charlie Woods og verður gaman að sjá hvað hann verður að bauka eftir 5-7 ár – Einn áhorfandi grínaðist með að miðað við hvernig hann slægi nú myndi hann sigra á 100 risamótum!!!
Charlie er sonur Tiger og Elinar Nordegren. Hann eignaðist nýlega bróður, þ.e. 19. október sl. þegar Elín eignaðist 3. barn sitt með hinum 1,96 m háa, fyrrum NFL leikmanni Jordan Cameron. Cameron á einnig 10 ára strák frá fyrra sambandi, Tristan (sjá mynd af þeim feðgum hér að neðan). Jordan Cameron er sagður fyrirmyndarfaðir; bæði sonum sínum tveimur og stjúpbörnum, Charlie og eldri systur hans, Sam.

NFL-leikmaðurinn Jordan Cameron og Elin Nordegren á leik að horfa á Charlie í fótboltaleik, ásamt litla bróður.

Jordan og Tristan Cameron
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
