Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2017 | 19:00

Tiger játaði f. dómi í Flórída í dag að hafa keyrt gáleysislega – Myndskeið

Tiger Woods játaði í dag í réttarsal í Palm Beach County að hafa keyrt gáleysislega þegar hann fannst sofandi undir stýri nú fyrr í vor, sljór af verkja- og svefnlyfjum.

Játning Tiger er hluti af samningi þar sem Tiger samþykkir að játa sekt við gáleysislegum akstri og gangast undir námskeið um ölvunarakstur gegn því að brotið fari ekki á sakaskrá.

Tiger var auk þess dæmdur til greiðslu 250 dollar sektar, 250 dollara framlags til fórnarlambasjóðs Palm Beach County (þ.e. Palm Beach County Victim Cervices) auk þess sem Tiger var dæmdur til greiðslu alls málskostnaðar. Þessi partur ætti að reynast honum auðveldur .

Eins var dómurinn skilorðsbundinn til 12 mánaða – (til að tryggja að Tiger efni allt það sem hann var dæmdur til).

Sjá má myndskeið frá fyrirtöku í máli Tiger fyrr í dag með því að SMELLA HÉR: