Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2014 | 14:00

Tiger í Hvíta húsinu í dag?

Í dag heldur Barack Obama, Bandaríkjaforseti,  sigurvegurum í bandaríska Foretabikarsliðinu 2013 veislu í Hvíta húsinu.

Mikil spenna er hvort Tiger Woods muni mæta, en hann var lykilmaður bandaríska liðsins.

Enginn boðslisti hefir verið gerður opinber þannig að óljóst er hvort Wooes mæti.

Tiger og margir af forsetabikarskylfingunum eru þó í Washington í dag vegna þess að þessa viku fer fram Quicken Loans National mótið, en tekjur af mótinu renna í til góðgerðarstofnunar Tiger.

Tiger sjálfur tekur þátt í mótinu og þá kemur í ljós hversu vel hann er búinn að ná sér í bakinu.

Obama og Tiger eru vinir og spiluðu m.a. hring í Flórída í febrúar á síðasta ári.

Boðið í Hvíta húsinu hefst kl. 18:30 þ.e. kl. 22:30 að íslenskum tíma í kvöld.