Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2011 | 07:00

Tiger í 21. sæti á heimslistanum

Eftir 1 höggs sigur sinn á Chevron World Challenge í gær, þá er Tiger kominn í 21. sætið á heimslistanum, eftir að hafa verið 3 mánuði utan topp 50.

Woods

Tiger Woods

Þetta 18 manna lokamót PGA, þar sem aðeins 18 kylfingar taka þátt fór að telja til heimslistans 2009.

Woods var kominn niður í 58. sætið á heimslistanum (6. nóvember 2011) og hefir ekki verið meðal efstu 20 frá því um miðjan júlí á þessu ári. Búist er við að hann muni áfram klífa upp heimslistann 2012, þar sem afleita árið hans 2010 telur ekki lengur skv. útreikningum heimslistans, árið 2012.

Á einum tímapunkti var fór Tiger niður á við á heimslistanum 15 vikur samfellt.

Tiger hefir ekki verið nr. 1 á heimslistanum frá því á hrekkjarvökunni 2010, þegar Lee Westwood tók við 1. sætinu.

Heimild: ESPN