Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2019 | 11:00

Tiger hefur´19 keppnistímabilið í Torrey!!!

Tiger Woods hefur 2019 keppnistímabilið öfugt við Phil Mickelson á Farmers Insurance Open á Torrey Pines, velli þar sem hann hefir unnið 8 sinnum, í síðasta sinn síðasta risamót sitt árið 2008.

Tiger byrjar venjulega á Farmers, þannig að þetta kemur ekki á óvart.  Hann sneri líka aftur til keppni eftir fjölda bakuppskurða á síðasta árið og var Farmers fyrsta mótið sem hann spilaði á og varð T-23.

Frá því á síðasta ári hefir Tiger færst 644 sæti upp á heimslistanum og er nú í 12. sæti. Þetta verður í fyrsta sinn sem Tiger keppir aftur á PGA Tour frá því að hann sigraði á Tour Championship í Atlanta í september. Hann hefir síðan líka spilað í Rydernum, í „The Match“ þar sem Phil hafði betur gegn honum og síðan í óopinberu PGA móti, sem hann er gestgjafi í þ.e. Hero World Challenge.

Við gætum ekki verið ánægðari að hafa Tiger meðal þátttakenda,“ sagði Peter Ripa, mótsstjóri Farmers Insurannce Open og framkvæmdastjóri Century Club of San Diego. „Hann hefir virkilega átt ævintýra „comeback“ hér sll janúar og hann hefir átt ótrúlegu gengi að fagna á Torrey Pines golfvellinum í móti okkar á undanförnum árum.

Meðal annarra keppanda á Torrey fyrir utan Tiger eru m.a. Justin Rose, Rory McIlroy, Jordan Spieth, Rickie Fowler og sá sem á titil að verja Jason Day. Phil Mickelson hefir staðfest að hann muni ekki taka þátt í mótinu og eru ástæður hans fyrir því gefnar í annarri grein á Golf 1.

Tiger hefir líka staðfest að hann muni spila í Riviera Country Club 14. febrúar n.k.

Ég hlakka til að koma aftur til Los Angeles á Genesis Open,“ segir á vefsíðu Tiger. „Það er alltaf frábært að spila á Riviera og ég er stoltur af því sem Genesis hefir komið til leiða í menntamálum gegnum stofnun mína.“

Genesis Open er enn eitt mótið sem Phil ætlar að sleppa að spila á, en hann virðist sneiða hjá mótum sem Tiger tekur þátt í.

Tiger mun líklega sleppa að spila á Waste Management Phoenix Open og AT&T Pebble Beach Pro-Am, sem eru mótin á milli Farmers og Genesis, en í þeim tveimur mótum ætlar Phil Mickelson að spila í.

Og Waste Management Phoenix Open og AT&T Pebble Beach Pro-Am eru líklega ekki einu mótin sem Tiger rmun sleppa því á milli Genesis og Masters eru 6 mót á 7 vikum þ.á.m. WGC-Mexico Championship, the Honda Classic, the Arnold Palmer Invitational, the Players Championship, the Valspar Championship og the WGC-Dell Match Play.

Sérfræðingar eru á því að Tiger spili ekki í fleirum en 5 mótum fyrir Masters, sem þýðir að hann mun líklega sleppa 3 af þessum fyrrnefndum 6 mótum eða helmingi mótanna.

Jamms, bæði Tiger og Phil eru að eldast og spila í færri mótum en samt undarlegt að þeir virðast velja þau þannig að þeir spili ekki saman í mótum!