Tiger hækkar sig á heimslistanum
Í fyrsta skipti í 4 mánuði hækkar Tiger sig á heimslistanum….. drumbusláttur ….. Tiger fer úr 266. sætinu upp um 4 sæti í það 262. sæti.
Það er í raun ótrúlegt að hugsa út í það, að litið sé á það að fara upp í 262. sætið sem mikla framför af náunga sem var eins og límdur við 1. sætið svo mánuðum skipti.
En litið hefir verið á T-18 árangur Tiger á Quicken Loans sem jákvæða þróun fram á við – sérstaklega það að eiga 3 hringi undir 70; jafnvel þó hann hafi verið 10 höggum á eftir sigurvegara Quicken Loans mótsins Troy Merritt, sem er ekki einu sinni eitt af stærri mótum PGA mótaraðarinnar.
Í síðasta skipti sem Tiger bætti sig á heimslistanum var 12. apríl s.l. þegar hann fór í 111. sæti heimslistans í 101. sætið.
Það eru ótal vegir að líta á málið og meta hversu langt Tiger hefir hrasað úr fornum hæðum getulega séð; en hér einu sinni hefði hann væntanlega verið fullur fyrirlitningar yfir T-18 árangri – sem þó er næstbesti árangur hans á þessu ári, á eftir T-17 árangri á Masters risamótinu í ár.
Að T-17 sé besti árangur ársins hjá Tiger – fyrir aðeins nokkrum árum hefði sú staðreynd verið óhugsandi – reyndar má segja Tiger það til varnar að fyrir nokkrum árum hafði hann heldur ekki þurft að fást við óhugnanlega bakverki (það vita allir sem reynt hafa að það er einn versti verkur sem karlmenn geta fundið) og gengist í kjölfarið undir bakuppskurð, sem hann hefir varla fengið tíma til að jafna sig eftir.
Sigurvegari Quicken Loans, Troy Merritt tók stórt stökk upp á við úr 180. sætinu á topp-100 í 99. sætið og hlaut að launum þátttökurétt í Akron Ohio á brindgestone, meðan Rickie Fowler (sem varð í 2. sæti á Quicken Loans) fór aftur í 5. sæti heimslistans; sem er jöfnun á besta árangri hans á heimslistanum.
Ef Troy stekkur upp um 81 sæti á heimslistanum þá gerir Tiger það væntanlega líka, þegar þar að kemur að hann sigrar og þá er ekki langt að bíða að hann verði meðal fyrst 100 efstu og síðan topp-10 aftur. A.m.k. búast hinir bjartsýnustu við því að svo verði (m.a. Lindsey Vonn, fyrrum kærasta Tiger).
Hér má sjá stöðuna meðal efstu 10 á heimslistanum (og stig sem viðkomandi leikmaður hefir):
Rory McIlroy, 12.49
Jordan Spieth, 11.42
Bubba Watson, 7.54
Jason Day, 6.92
Rickie Fowler, 6.67
Jim Furyk, 6.58
Dustin Johnson, 6.55
Justin Rose, 6.42
Henrik Stenson, 6.07
Sergio Garcia, 5.61
Hér má svo sjá Topp-10 á Golfweek/Sagarin Pro listanum til samanburðar:
Jordan Spieth, 67.68
Dustin Johnson, 68.07
Jim Furyk, 68.09
Rory McIlroy, 68.15
Henrik Stenson, 68.32
Jason Day, 68.33
Hideki Matsuyama, 68.45
Matt Kuchar, 68.53
Brooks Koepka, 68.63
Adam Scott, 68.76
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
