Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 9. 2017 | 15:00

Tiger getur ekki sofið – Sendir Rory SMS kl. 4 að morgni!

Rory McIlroy var nú um helgina í löngu viðtali hjá Paul Kimmage á Sunday Independent.

Meðal þess sem Kimmage spurði Rory um er hvort honum (Rory) líkaði við Tiger Woods?

Hér er svar Rory, fyrst á ensku og svo í lauslegri þýðingu á íslensku.

„Ens: I’m drawn to him, yeah. He’s an intriguing character because you could spend two hours in his company and see four different sides to him. When he’s comfortable and he trusts you — and his trust (sensitivity) is way (higher) than mine — he’s great.

He’s thoughtful. He’s smart. He reads. He can’t sleep so that’s all he does — he reads stuff and educates himself on everything. But he struggles to sleep, which I think is an effect of overtraining, so I tell him to calm down sometimes. He’d be texting me at four o’clock in the morning: ‘Up lifting. What are you doing?

[Ísl. lausl. þýð: Ég dregst að honum. Hann er áhugaverður karakter vegna þess að það er hægt að verja 2 tíma með honum og sjá 4 mismunandi hliðar á honum. Ef honum líður vel og hann treystir þér – og traust hans (næmni) er miklu (hærri) en mín – er hann frábær.

Hann er tillitssamur. Hann er klár. Hann les. Hann getur ekki sofið þannig að það er allt sem hann gerir – hann les efni og lærir um allt. En hann á í erfiðleikum með að sofna sem ég held að séu afleiðingar of mikillar þjálfunar, þannig að ég segi honum stundum að slaka á. Hann textar mér kl. 4 um morguninn: „Ég er að lyfta. Hvað ertu að gera?“]

Rory var brillíant í viðtalinu en það er Tiger sem heillar. Endalaust.