Tiger gerir lítið úr að bakmeiðslin séu að taka sig upp
Tiger Woods hefir flýtt sér að kveða niður orðróm um að bakmeiðsli hans séu að taka sig upp eftir að hann spilaði 1. hring á The Memorial á sléttu pari, 72 höggum.
Tiger, 42 ára, var á 4 yfir pari eftir fyrstu 7 holurnar en barðist síðan eins og ljón og niðurstaðan var slétt par í lokin.
Fyrrum nr. 1 – sem 5 sinnum hefir sigrað á The Memorial á Muirfield Village – viðurkenndi eftir á að hann hefði fundið fyrir stífleika í baki. En hann uppástóð að ekki væri ástæða til að vera með áhyggjur.
„Ég var ekkert að ná góðum snúningi í dag, bakið var stíft, eins og það er suma daga,“ sagði Tiger m.a. eftir hringinn. „Ég gerði nokkrar breytingar á sveiflu minni og uppstillingu og sem betur fer náði ég nokkrum góðum sveiflum á seinni 9 og náði að snúa þessu við.“
Blaðamenn báðu hann um að segja nánar fra bakinu.
Tiger: „Ég á suma daga eins og þessa. Bakið er einfaldlega eins og steypt saman. Ég mun eiga daga eins og þessa þar sem það er bara stíft. Því miður var dagurinn í dag einn þeirra og það er allt í lagi. Ég finn ekki fyrir verkjum Guði sé lof. Það er bara stíft. Þannig að þetta er ekkert stórmál.“
„Hvað veldur þessu (stífa baki)?“ spurði einn blaðamaðurinn.
„Það er bara aldurinn og uppskurðirnir. Það er bara svona. Ég verð bara að aðlaga mig að þessu og ég er að því núna,“ sagði Tiger loks.
Eins og áður hefir komið fram hér á Golf 1 er sigurvegari Memorial 2014, Hideki Matsuyama frá Japan er efstur eftir 1. dag ásamt hinum nýorðna atvinnumanni í golfi, Joaquin Niemann, 19 ára frá Chile (meira en helmingi yngri en Tiger) og Abraham Ancer frá Mexíkó.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
