Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2019 | 10:00

Tiger gengur illa

Fimmtánfaldi risamótsmeistarinn Tiger Woods, sem vann fyrsta risamót sitt síðan 2008 á Masters sl. vor, sökkti fuglapúttum frá 4 og 5 metra færi á 14. og 15. holum en fékk skolla bæði á 16. og 17 holu og var aftur á 71 eins og fyrri daginn, 10 höggum á eftir forystumanninum, Hideki Matsuyama.

Ég skildi eftir fullt af höggum þarna,“ sagði Tiger. „Ég sló betur í dag, sem er frábært, en það gekk ekkert fyrr en á 14., 15.“

Tiger gekk sem sagt illa og fjarlægðist mark sitt enn meir að vera meðal efstu 30, sem fá að taka þátt í Tour Championship, en þar á Tiger titil að verja. – Óvíst núna hvort hann nái að verja titil sinn!

Ég verð að eiga frábæra helgi og fá fullt af fuglum í þessari viku og ná hringjum upp á 65 eða þar um kring til þess að gefa sjálfum mér tækifæri,“ sagði Tiger.

Tiger hefir lítið haft færi á að æfa frá því að hann dró sig úr móti á Liberty National í sl. viku með verki í skávöðvum.

Hann sigraði hins vegar PGA Championship risamótin 1999 og 2006 á Medinah vellinum, þar sem BMW Championship fer fram og er öllum hnútum kunnugur þar.

Tilfinningin hefir ekki verið þar sem ég vildi hafa hana,“ sagði Tiger. „Ég slæ boltann í pinnahæð í hvert sinn … ég ef svo sannarlega ekki sett niður mörg pútt. Ef maður púttar vel nær maður góðu skori. Ég hef bara ekki verið að gera það.

Í aðalmyndaglugga: Tiger á 2. hring BMW Championship