Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 22. 2017 | 16:45

Tiger gekkst undir 4. bakaðgerðina

Í fyrradag, 20. apríl 2017,  gekkst Tiger undir 4. bakaðgerðina og ritaði eftir aðgerðina á heimasíðu sína:

Aðgerðin gekk vel og ég er bjarsýnn á að hún muni lækna bakkippi og verki. Þegar ég næ bata hlakka ég til að lifa eðlilegu lífi, að leika mér við börnin mín, keppa í keppnisgolfi á atvinnumannsstigi og lifa án verkjanna, sem ég hef verið að berjast við svo lengi.“

Það var Dr. Richard Guyer hjá the Center for Disc Replacement at the Texas Back Institute, sem framkvæmdi aðgerðina.

Eftir að hann nær sér af aðgerðinni, þá byrjar hann smátt og smátt í endurhæfingu þar til hann er búinn að ná sér fullkomlega,“ sagði Guyer. „Þegar það er afstaðið getur hann byrjað að æfa til þess að ná aftur atvinnumannsstiginu.“

Tiger verður nú að hvíla sig í nokkrar vikur og hefja síðan endurhæfingu og meðferð. Hver meðferð er einstaklingsbundin, en þeir sem undirgengist hafa þessa aðgerð snúa venjulega aftur til fyrri starfa eftir 6 mánuði.

Þetta þýðir að Tiger gæti í fyrsta lagi verið kominn aftur til keppni í nóvember á þessu ári!