Tiger fór yfir $1,3 billjóna markið
Tiger Woods er sá íþróttamaður sem þénaði mest í heiminum á árinu 2013 s.s. Golf 1 greindi frá fyrir skemmstu – sjá með því að SMELLA HÉR:
Upphæðunum sem Tiger á að hafa unnið sér inn skv. ofangreindri heimild ber ekki alveg saman við þær upplýsingar sem Golf Digest hefir og greint er frá hér að neðan. En munurinn $ 5 milljónir skiptir litlu – Nr. 1 á heimslistanum, Tiger, er eftir sem áður lang tekjuhæstur, hvort sem er yfir heildina, þ.e. meðal allra íþróttamanna í heiminum eða þegar bara eru teknar tekjur atvinnukylfinga á PGA túrnum allt frá upphafi eða bara tekjur kylfinga á árinu 2013.
Tiger náði einnig nýju meti á s.l. ári, 2013, þegar hann fór yfir 1,3 billjón dollara (u.þ.b. 152 milljarða ísl. kr.) markið í heildartekjur yfir allan keppnisferil sinn. (Skrifist: 152.000.000.000 íslenskar krónur) 1 bandarísk billjón er nefnilega 1 íslenskur milljarður, hugtakslega séð, þar sem hugtakið milljarður er ekki til í Bandaríkjunum. – Eins er gott að rifja upp að 1 íslenskur milljarður = 1 bandarísk billjón = 1000 milljónir en 1 íslensk billjón eru 1000 íslenskir milljarðar – Í fyrirsögn er átt við 1,3 bandaríska billjón. Heildartekjur á ferli Tigers eru því $1.300.000.000,- eða 1300 milljón bandaríkjadala, sem hann hefir unnið sér inn yfir 18 ára tímabil frá árinu 1996 (þar af vann hann sér inn $ 83 milljónir s.l. ár, 2013!
Skv. Golf Digest var Tiger með $ 83 milljón dollara tekjur á árinu 2013 (þar af hlaut hann skv. tímaritinu $71 milljón í tekjur utan vallar og $12 milljónir í verðlaunafé í golfmótum).
Aðrir á lista Golf Digest yfir tekjuhæstu kylfinga á árinu 2013 eru: Í 2. sæti er Phil Mickelson ( $52,009,156); í 3. sæti er Arnold Palmer ( $40 milljónir – þó hann sé hættur öllu keppnisgolfi að mestu!); í 4. sæti er Jack Nicklaus ($ 24 milljónir); í 5. sæti er Henrik Stenson ($21,444,670); í 6. sæti er Rory McIlroy ($20,608,789) og loks í 7. sæti er golfgoðsögnin Gary Player ($16 milljónir) og Adam Scott var síðan í 8. sæti ($15,648,068). Ernie Els og Greg Norman voru síðan einnig á topp-10.
Ryo Ishikawa var tekjuhæsti kylfingurinn frá Asíu þ.e. í 26. sæti ($7,983,146) en þar af voru $6.5 milljónir í tekjur utan vallar.
Paula Creamer var eini kvenkylfingurinn, sem komst á topp-50 lista Golf Digest að þessu sinni og var í 48. sæti ( $5,281,550) – þar af var hún með $4.5 millljónir í tekjur utan vallar, árið 2013. (Í fyrra var Yani Tseng í nákvæmlega sama sætinu þ.e. 48. sætinu. Þá var Paula í 44. sætinu og fer því aðeins niður listann í ár – hvað sem því veldur!)
Til þess að sjá listann yfir 50 tekjuhæstu kylfingana árið 2013 skv. Golf Digest SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
