Tiger finnst hann gamall
Tiger Woods virðist sáttur við að dýrðardagar hans þar sem hann réði lögum og lofum á golfvellinum séu liðnir.
Tiger, 38 ára, vann 14 risatitla á ferli sínum á árunum 1997-2008, en hefir síðan þá m.a. strögglað við meiðsli og afleiðingar af skipsbroti hjónabands síns, fyrir opnum tjöldum alheimspressunnar.
Á hápunkti ferils síns var hann fullur orku og næsta einráður nú finnst honum hann gamall.
„Mér finnst ég gamall“ sagði hann í viðtali s.l. þriðjudag. „Þessi kínverski krakki (Guan Tianlang) sem spilaði á Masters á síðasta ári (14 ára) fæddist eftir að ég vann mótið í fyrsta sinn og það er bara ekki svalt.“
„Það er svona sem framtíðin er; nýja kynslóðinn er hærri, þyngri og líkamlegri í betra formi- þessir háskólakrakkar eru allir sleggjur oft 1,88-m – 1.92 m á hæð. „
„Munurinn er að ég hef elst, ég get ekki spilað eins og ég gerði. Ég verð að treysta á aðra þætti, eins og strategíu og leikskipulag á golfvellinum. Gamli málshátturinn er að „með auknum aldri stígi menn í vitið“ og ég er svo sannarlega orðinn þolinmóðari. Að eiga tvö lítil börn hefir svo sannarlega kennt mér að vera þolinmóður og það hef ég tekið með mér á golfvöllinn.“
Tiger spilar nú aftur mun fyrr en við var búist eftir bakuppskurðinn, en það heldur ekki fyrr en eftir strangt endurhæfingarplan og breytingar í mataræði.
„Ég hef ekki æft eins mikið og ég vildi en ég er nógu góður til að spila og ég ætla að prófa.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
