Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 26. 2012 | 13:30

Tiger er kominn í 6. sætið á heimslistanum

Við sigurinn í gær fór Tiger upp um 12 sæti á heimslistanum og er nú kominn á topp-10 aftur eftir óralanga fjarveru, nánar tiltekið úr 18. sæti í 6. sætið.

Eftir sigurleysi í 923 daga og 27 mót (ef frá er talið eigið mót Tigers, þar sem hann sigraði í desember s.l. þ.e. Chevron World Challenge) þá tókst Tiger nú að landa sigri á 1. opinbera PGA Tour móti sínu með sannfærandi 5 högga sigri á Graeme McDowell.

Það er 7. sigur Tigers á Bay Hill sem kemur honum á topp-10 á heimslistanum, í fyrsta sinn frá 22. maí á s.l. ári.

Tiger er nú 2. hæsti bandaríski kylfingurinn á listanum.

McDowell sem lenti í 2. sæti á Bay Hill fór úr 17. sætinu upp í það 13.

Neðar á listanum eru Paul Lawrie (46. sæti) og Ben Crane (49. sæti) en báðir eru himinlifandi með þau sæti því þau færa þeim þátttökuréttinn eftirsótta á Masters risamótið.

Annars er staða efstu 20 kylfinga á heimslistanum þessa vikuna eftirfarandi:

1 Luke Donald 9.87 pkt, 2 Rory McIlroy 9.72, 3 Lee Westwood 8.02, 4 Martin Kaymer 5.76, 5 Steve Stricker 5.71, 6 Tiger Woods 5.60, 7 Charl Schwartzel 5.17, 8 Justin Rose 5.13, 9 Webb Simpson 5.10, 10 Adam Scott 4.96 11 Jason Day 4.95, 12 Dustin Johnson 4.91, 13 Graeme McDowell 4.90, 14 Hunter Mahan 4.86, 15 Phil Mickelson 4.68, 16 Bill Haas 4.56, 17 Matt Kuchar 4.55, 18 Bubba Watson 4.54, 19 Nick Watney 4.18, 20 Keegan Bradley 4.11

Evrópubúar sem eru meðal topp-100: 21 Sergio Garcia, 24 Ian Poulter, 25 Peter Hanson, 30 Thomas Bjorn, 32 Paul Casey, 33 Alvaro Quiros, 34 Martin Laird, 36 Simon Dyson, 37 Robert Karlsson, 40 Anders Hansen, 43 Francesco Molinari, 44 Fredrik Jacobson, 46 Paul Lawrie, 51 Miguel Angel Jimenez, 53 Gonzalo Fernandez-Castano, 57 Darren Clarke, 59 Robert Rock, 61 Matteo Manassero, 65 Rafael Cabrera Bello, 69 Nicolas Colsaerts, 74 Michael Hoey, 75 Joost Luiten, 79 Alexander Noren, 84 Pablo Larrazabal, 87 Edoardo Molinari, 91 David Lynn, 93 Padraig Harrington, 94 Jamie Donaldson, 95 Carl Pettersson, 99 Gregory Havret.