Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 5. 2019 | 21:00

Tiger ekki með á Arnold Palmer Inv.

Tiger Woods á enn við meiðsl að glíma…. þó hann telji að þessi muni ekki verða langvarandi.

Þetta er verkur í hálsvöðvum, sem hann hefir þurft að glíma við nokkrar sl. vikur.

Verkurinn hefir nú þó orðið til þess að hann hefir dregið sig úr Arnold Palmer Invitational (skammst. API) á Bay Hill, sem er mót vikunnar á PGA Tour.

Tiger fór á félagsmiðlana þar sem hann harmaði að geta ekki tekið þátt sbr.:

“Unfortunately due to a neck strain that I’ve had for a few weeks, I’m forced to withdraw from the API. I’ve been receiving treatment, but it hasn’t improved enough to play. My lower back is fine, and I have no long-term concerns, and I hope to be ready for The Players.

“I’d like to send my regrets to the Palmer family and the Orlando fans. Its connection to Arnold makes it one of my favorite tournaments and I’m disappointed to miss it.”

(Lausleg þýðing: „Því miður vegna verkjar í hálsvöðvum sem ég hef haft í nokkrar vikur, þá er ég tilneyddur til að draga mig úr API. Ég hef verið í meðferð en er ekki orðinn nógu góður til að spila. Bakið á mér er fínt, ég hef engar langtíma áhyggjur og vona til að vera til fyrir The Players.

Ég vil kom á framfæri við Palmer fjölskylduna og áhangendur í Orlando hversu leitt mér þykir þetta. Þetta er tengingin við Arnold sem gerir það eitt af uppáhaldsmótum mínum og ég er vonsvikinn að missa af því.

Tiger spilaði á Genesis Open og heimsmótinu í Mexíkó og varð T-15 og T-10, þannig að hann er burt séð frá þessu allur að koma til eftir þrátlát bakmeiðsli.