Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 19. 2014 | 18:53

Tiger ekki gott vitni

Lögmaður Gotta Have it Golf, fyrirtækisins, sem vann mál sitt gegn fyrirtæki Tiger Woods, ETW Corporation, var ekkert að detta af stólnum af hrifningu yfir Tiger sem vitni fyrir rétti.

„Hann er svolítið útsmoginn, og hreint út sagt var frammistaða hans flöt,“ sagði lögmaðurinn Eric Isicoff í viðtali við John Pacenti hjá  South Florida’s Daily Business Review.

Tier bar vitni lengur en í 45 mínútur í síðustu viku og allt kom fyrir ekki. Kviðdómur þar sem einungis voru í kvenmenn dæmdu ETW Corp til þess að greið Gotta Have it Golf $668,000 í skaðabætur, en þessi fjárhæð gæti hækkað upp í $1.3 million að viðbættum vöxtum.

„Eina ástæðan fyrir því að hann [Tiger] var látinn bera vitni var vegna þess að þeir héldu að allir myndu falla í stafi yfir stjörnunni,“ sagði Isicoff við Pacenti. „Ég held ekki að það hafi hjálpað málinu að nokkru leyti. Það urðu engin stjörnudýrkunarviðbrögð.“

Isicoff taldi líka að sú staðreynd að allir í kviðdómnum voru konur gæti hafa unnið gegn Tiger, vegna framhjáhaldsskandals hans 2009. „Flest fólk hefir myndað sér skoðun á honum,“ asgði Isicoff.

Gotta Have it Golf hélt því fram að fyrirtæki Tiger hefði brotið gegn samningi frá árinu 2001, vegna þess að það stóð ekki við afhendingu tiltekins fjölda eiginhandaáritanna og ljósmynda,“ sagði í frétt í Miami Herald, s.s. Golf 1 hefir áður greint frá.