Tiger ekki áhugaverðasti kylfingurinn
Victor Contreras er golffréttamaður á fréttamiðli sem heitir sacbee.com og er í raun stytting á Sacramento Bee, enda greinarnar oft „stingandi.“
Hér fer grein eftir hann um Tiger Woods í lauslegri þýðingu:
„Einu sinn var sá tími þegar Eldrick Tont “Tiger” Woods var álitinn „Áhugaverðasti maðurinn í golfheiminum.“
Kylfusveinar tippsuðu hann hvenær sem þeir máttu bera poka hans.
Golfdómarar báðu hann um ráð þegar þeir felldu dóma sína.
Augusta National Golf Club í Georgia var að hugsa um að breyta nafni á árlegu risamóti sínu einfaldlega í: „the Woods.“
Sú goðsögn er í gangi um hann (Tiger) að hann hafi eitt sinn stokkið um borð í skip til Hong Kong á leið sinni til Tíbet, þar sem Dalai Lama – í flæðandi skikkju, í allri sköllótri tign sinni… var kaddý Tiger.
Tiger tippsaði hann auðvitað ekki en sá til þess að Dalai Lama myndi hljóta „algera meðvitund“ (total consciousness) á dánarbeði sínu.
Þannig að Lama-inn fékk það sem hann stefnir að, sem er ágætt.
En frá þeim tíma að Tiger hefir ekki að sigra í risamóti frá árinu 2008, þá hefir golfleikur hans orðið álíka áhugverður og vökvun púttflatar. Það eru allsstaðar „holur“ ef ekki glompur í golfleik hans.
Þrjátíu og átta ára brotinn líkami hans er ekki fær um að hafa fullu í tré við huga hans og þetta snýst ekki lengur um hvort Tiger sigri í mótum eða hvort hann sé nógu frískur að taka þátt; þetta snýst um hvort honum takist að klára 4 daga mót án þess að draga sig úr því .
En þrátt fyrir allt þá segir Ryder Cup fyrirliðinn Tom Watson að hann sé að athuga hvort Tiger verði í liði hans. Skiptir þá engu þó Tiger sé í 71. sæti yfir þá sem eru með flest stig á bandaríska Ryder Cup stigalistanum 2014.
Watson segist ekki vera reiðubúinn að skella hurðum á Tiger, einfaldlega vegna þess að hann er Tiger Woods.
Jamm …. en hann er ekki lengur „Mest áhugaverði maðurinn í golfheiminum.“
Þann titil nú á ….. Rory McIlroy.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
