Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2021 | 18:00

Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig

Tiger, sem barðist við að endurheimta mannorð sitt eftir kynlífshneykslið frá 2009, telur að heimildarmyndin Tiger sem bandaríska sjónvarpsstöðin HBO frumsýndi nú á dögunum (10. og 17. janúar sl.) ýfi upp gömul sár.

Tiger Woods hefir engan áhuga á að horfa á þessa nýju tvíþátta heimildarmynd HBO sagði  heimildarmaður, sem er nátengdur Tiger, við blaðið People.

Hann vill forðast  óþægilegar minningar frá kynlífshneykslinu frá 2009 sem keyrði persónulegu og atvinnumannsferli hans sem kylfings  í rúst.

Hann er ekki hrifinn af þessari heimildarmynd,“ segir heimildarmaður People. „Hann er ekki einu sinni að horfa á hana heldur er það fólk, sem er í innsta hring hans sem segir honum hvað er til umfjöllunar þar.“

Fyrir Tiger, rifjar heimildarmyndin upp sársaukafullar minningar, sem hann vill helst gleyma.

Af hverju myndi hann nokkru sinni vilja fara aftur og endurlifa þennan hluta lífs síns?“ spyr heimildarmaðurinn. „Hann gat ekki farið neitt án þess að paparazzi spurði hann um kynlíf hans. Það var ekki hægt að kveikja á fréttum CNN án þess að heyra um konu, sem Tiger hafði kynmök við. Það var alls staðar. Þannig að  Tiger er ekki mjög til í að rifja þetta allt saman upp aftur. “

Núna, þegar hann er loksins kominn á þann stað að fólk hugsar um golf þegar nafn hans ber á góma en ekki gleðikonur og framhjáhöld.