Lindsey Vonn og Tiger Woods meðan allt lék í lyndi og þau voru ástfangin upp yfir haus Tiger: „Ég er nörd“
Margir héldu niðr´í sér andanum þegar Lindsey Vonn kallaði Tiger Woods aula (ens.: dork) í viðtalsþætti hjá Katie Couric í síðustu viku (Sjá umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:), en nr. 1 á heimslistanum (Tiger) brosti bara þegar blaðamenn báru ummælin undir hann.
Lindsey og Tiger hafa nú verið saman í næstum ár og það er greinilegt að þeim finnst gaman að grínast hvert í öðru.
„Liðsfélagar mínir í háskóla kölluðu mig „Urkel“ sagði Tiger. (Svona til skýringar fyrir þá sem ekki vita það þá er með Urkel átt við Steven Quincy Urkel, sem er svartur strákur, í bandarísku ABC/CBS sjónvarpsþáttaröðinni „Family Matters.“ Urkel er leikinn af Jaleel White og hefir orðið samheiti fyrir nörda, með þykk svört gleraugu, í buxum sem haldið er uppi af axlaböndum, alltaf í mörgum lögum af skrítnum skræpóttum peysum og með háa rödd.“ Urkel var engu að síður langvinsælasta persónan og líklega eftirminnilegasta og sú sem hefir lifað lengst með Bandaríkjamönnum.
„Ég á mér svona nördalega hlið,“ sagði Tiger ennfremur. Það er líklega þess vegna sem ég komst inn í Stanford.“
Um muninn á golfi og skíðaíþróttinni sagði Tiger: „Maður lítur á nokkra af strákunum á túrnum og þeir eru svaka hugaðir en geta varla náð andanum þegar þeir fara á teig, en þeir geta eftir sem áður sigrað í golfmótum. Í hennar íþrótt (skíðaíþróttinni), ef maður er ekki næstum því 100% þá sigrar maður ekki.“
Um keppnisskap þeirra beggja hafði Tiger loks eftirfarandi að segja: „Ég held að það sé bara ein af ástæðunum fyrir að okkur kemur svo vel saman.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
