Tiger: „Er langt frá því hættur“
Tiger Woods staðhæfir að golfferill hans sé ekki liðinn undir lok, þó að hann viðurkenni að erfitt sé að vera þolinmóður, þegar engin tímasetning er komin á hvenær hann snúi aftur í keppnisgolf.
Nr. 411 á heimslistanum (Já Tiger er nr. 411 – þótt ótrúlegt sé!!!) upplýsti í síðustu viku að hann myndi hugsanlega hætta, þar sem hann vissi ekki einu sinni hvenær hann gæti hafið endurhæfingu vegna bakuppskurðarins – Allt tekur sinn tíma að jafna sig.
Tiger segir að það hafi tekið hann tíma að venjast því að geta ekki verið að æfa. Hann megi aðeins ganga um og hann hefir ekki sveiflað kylfu í yfir 2 mánuði, en hann er enn fókusaður á að vera í formi.
Í móti sínu, sem fram fór um síðustu helgi á Bahamas sagði Tiger á NBC: „Ég skil að þetta (bakmeiðslin) eru allt öðruvísi. Það þýðir ekki að ég hefji ekki endurhæfingu, æfi eða berjist ekki um að koma aftur.„
„Ég er langt því frá hættur, en ég verð að vera þolinmóður, sem er nokkuð sem ég er ekki góður í þegar kemur að því!“
„Þegar ég er á golfvellinum get ég verið þolinmóður, en þegar kemur að þessu þá elska ég að vera í ræktinni og vinna að því að reyna að verða betri.“
„Þeir segja mér að ég geti ekki gert neitt til að verða betri og það var erfitt fyrir mig að skilja, því þetta er svo allt öðruvísi en ég hef alltaf verið innstilltur.“
„Ég veit ekki hvað er ljósið við enda gangnanna er eða hvar eða hvenær ég byrja eða hvernig ég kemst þangað.“
Tiger hefir ekkert spilað frá því í ágúst á Wyndham Championship og varð að fara í aðra skurðaðgerð eftir þá sem hann gekkst undir í september.
Hinn 14-faldi risamótsmeistari hefir átt við langan lista meiðsla að glíma og hefir þurft að vera mikið frá æfingum og keppnisgolfi af ólíkum ástæðum t.a.m. vegna hnjámeiðsla, ökklameiðsla og nú bakmeiðsla og hann veit að það síðarnefnda tekur hann mun meiri tíma að jafna sig á.
„Ég hugsa að það sé þess vegna sem þið eruð að sjá viðtölin við mig og ég verð bara að líta öðruvísi á hlutina,“ bætti Tiger við. „Ég verð að stíga tilbaka og segja „Ég get ekki gert margt eða jafnvel ekki neitt til þess að verða betri.“ „
Síðan gerast hlutirnir stig af stigi og ég hef endurhæfingu og byrja að æfa, en hvenær? Ég bara veit það ekki. Hvort það sé erfitt? Jamms, algjörlega er það erfitt.
„Þegar ég átti við ökklameiðslin ACL (ens.: anterior cruciate ligament) að glíma og fór í aðgerð, þá kom ég tilbaka eftir 9 mánuði. Var það erfitt? Já. Var það sársaukafullt? Já, algjörlega, en maður sneri þó aftur eftir 9 mánuði.“
Í tilviki bakmeiðsla Tiger eru læknar hans ekki með neinar tímasetningar. Bakið verður bara að fá að jafna sig og síðan eins og Tiger segir verður unnið að endurhæfingu og því að koma honum aftur í keppnisgolfið. En hvenær það verður veit enginn og síst hann sjálfur. Og á meðan hrapar hann niður heimslistann.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
