Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2015 | 11:45

Tiger dansar á æfingaflötinni á Augusta

Daily Mail birti frétt þess efnis að Tiger hafi dansað á æfingaflötinni á Augusta National, þar sem Masters mótið, með hefst í dag með hinu hefðbundna par-3 móti!

Hér má sjá myndskeiðið þar sem Tiger er sagður dansa SMELLIÐ HÉR:

Okkur hér á Golf 1 virðist hann nú fremur vera að fíla í botn eitthvað sem hann er að hlusta á.

Spurning hvað það er?

Einhver tónlist? Leiðbeiningar frá þjálfaranum? Eða er hann bara glaður að vera aftur farinn að keppa á Masters?… sama hvernig allt fer???

(Endilega horfið á á allt myndskeiðið og síðan líka önnur sem koma í framhaldinu þar sem Tiger er sagður hafa fengið liðsauka í börnum sínum á Masters, sem taka þátt í par-3 mótinu með honum í dag og auk þess aumingja Bubba Watson en í heldur óvenjulegri skoðanakönnun meðal 103 félaga hans á PGA Tour sögðust 23 síst myndu hjálpa honum ef slagsmál brytust út á bílastæði klúbbhússins. Bubba sagðist greinilega þurfa að bæta eitthvað í fari sínu!)