Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 06:00

Tiger byrjar illa á PGA Championship

Tiger Woods byrjar illa á PGA Championship og á þessari stundu ekki líklegt að hann sé að fara að vinna 15. risatitil sinn.

Tiger lék á 3 yfir pari, 74 höggum. Niðurskurður eins og staðan lítur út núna verður á skori sem er samtals á pari.  Tiger verður því að vinna upp 3 högg og spurning hvort honum takist það, þannig að hann komist áfram?

Efstir eru þeir Lee Westwood, Kevin Chappell og Ryan Palmer, allir á 6 undir pari, 65 höggum.

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er ásamt 4 öðrum þ.á.m. Henrik Stenson í 4. sæti aðeins 1 höggi á  eftir þremenningsforystumönnunum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: