Tiger bókar hótel nálægt Memorial-mótinu
Tiger Woods hefir bókað hótel sem er nálægt staðnum þar sem Memorial mótið fer fram í Ohio skv. áræðanlegum heimildum REUTERS.
Memorial mótið gæti því verið það fyrsta sem Tiger hyggst keppa í eftir langa fjarveru þar sem hann hefir verið að jafna sig eftir bakuppskurði.
Jafnvel þó Tiger hafi ekkert gefið upp hvaða mót verði hans fyrsta sem hann muni keppa í þá er vel hugsanlegt og reyndar skynsamlegt að keppa í 1 móti áður en hann tekst á hendur Opna bandaríska.
Eins er talið að Tiger hafi gert aðrar ráðstafanir veru sína á Players Championship sem fer fram eftir tæpar tvær vikur í Flórída en þó er talið að það sé heldur snemmt fyrir hann.
Jack Nicklaus, sem er gestgjafi Memorial, hefir tjáð sig um plön Tiger að spila en ekki er mikið á honum að græða: „Ef hann vill spila þá myndi ég elska að hafa hann í mótinu. Ef hann telur sig ekki tilbúinn að spila, þá ætti hann ekki að spila.“ sagði diplómatískur Nicklaus.
Tiger er sagði aðspurður um endurkomu sína við blaðamann Reuters: „Dúddi (léleg þýðing á dude), ef ég vissi það (hvenær hann snýr aftur) myndi ég segja ykkur það. Ég er hundleiður á að vera á hliðarlínunni … ég vil keppa gegn þessum strákum. Ég sakna þess.„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
