Tiger aldrei á toppnum aftur
Það birtast af og til dauðadagsspár í golffréttamiðlunum og ein sem er eitthvað í þá áttina birtist í dag á Express.
Dauðadagsspá á golfferli sem þykir sá flottasti síns tíma – golfferli Tiger Woods.
Oftast eru einhverjir sjálfskipaðir sérfræðingar sem ryðjast fram í fjölmiðlum með spár sem þessar, en þessi er svolítið óvenjuleg að því leyti að kaddý annars stórkylfings er að tjá sig um samkeppnina; núverandi kylfusveinn Lee Westwood, Billy Foster.
Foster var m.a. um tíma á pokanum hjá Tiger.
Meiðsli og formmissir hefir valdið því að Tiger er nú í 278. sæti heimslistans – síðasti sigur Tiger á risamóti var 2008, fyrir 7 árum síðan – en hann hefir s.s. kylfingar vita sigrað á næstflestum risamótum allra eða 14 samtals.
Nú þegar PGA Championship risamótið er framundan þá telur Foster ekki að Woods muni nokkru sinni verða með þá yfirburði sem hann var einu sinni með.
Foster tjáði sig við 888sport fyrir stórmótið og þar sagði hann m.a.: „Hann hefir verið mikill meistari og hann er frábær golfari en hann er að verða 40 ára og þessir ungu krakkar eru að komast í gegn í miklum mæli og hratt.“
„Þeir eru sterkari, orkumeiri og ekki hræddir við neitt. Þessi ára (sem Tiger hafði) fyrir 15 árum er horfin. Hann mun aldrei ríkja yfir golfinu eins og hann gerði.“
„Með Tiger er það næstum eins og með Mike Tyson. Stundum voru boxararnir unnir áður en boxað hafði verið í þá, en þegar Buster Douglas (vann Tyson) þá var hræðslufaktorinn sem Tyson hafði fyrir bí (þ.e. enginn hræddist Tyson lengur – svipað og með Tiger).“
Foster sagði líka að ef hann væri kylfusveinn Tiger í dag myndi hann segja honum „að slaka aðeins á.“
Hann bætti við: „Ég myndi benda honum á það hvernig hann kemur fyrir …. kannski er það vegna þess hver er að þjálfa hann en ég myndi ganga úr skugga um að hann myndi hlægja meira.“
„Ég held að fólk vilja sjá hann auðmjúkari: Hann virðist stundum einstrengingslegur/þröngsýn. Bara vera venjulegur og manneskjulegri. Slakaðu aðeins á.“
Kannski Foster verði bara að einbeita sér að Lee Westwood; sem líkt og Tiger var líka eitt sinn nr. 1 á heimslistanum. Westy er nú í 36. sæti – hlutverk Fosters er að fá hann til að slaka á og hlægja meira, í stað þess að vera með dauðadagsspár um aðra kylfinga.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
