Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 3. 2015 | 10:52

Tiger „aðeins“ nr. 3 yfir mestu íþróttamenn s.l. 20 ára

ESPN hefir nýlega birt lista yfir 20 bestu íþróttamenn heims sl. 20 ár. Óhætt er að segja að listinn hafi valdið miklu fjölmiðlafári.

Á listanum er Michael Jordan, körfuboltakappi í efsta sæti, LeBron James í 2. sæti og Tiger BARA í 3. sæti.

Þetta hefir farið fyrir brjóstið á mörgum kylfingnum og sýnist sitt hverjum.

Golf Digest sá m.a. ástæðu til að taka fram að hér væri ekki um aprílgabb að ræða Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ég meina, það er kannski allt í lagi að láta Jordan halda 1. sætinu en að LeBron James standi Tiger framar, um það hafa margir golffjölmiðlar skrifað og talið að Tiger ætti a.m.k. vera í 2. sæti. Sjá dæmi þess með því að SMELLA HÉR: