Tierra del Sol golfvöllurinn á Arúba
Arúba er ein af þremur ABC-eyjum (hinar eru Bonaire og Curaçao), sem saman mynda Leeward Antilla-eyjar, sem heyra undir Holland. Arúba er 33 km að lengd og 27 km undan norðurströnd Venezúela, syðst í Karabíska hafinu.
Tierra del Sol-golfstaðurinn var opnaður fyrir 21 ári. Hann er í eigu Hyatt samsteypunnar. Á golfstaðnum eru einbýli, sem bæði eru til sölu eða leigu; hótel, veitingastaðir, golfvöruverslun, búningsherbergi, heilsulind, heilsuræktarstöð, 2 sundlaugar og 8 tennisvellir.

Frá golfvelli Tierra del Sol á Arúba
Við hönnun golfstaðarins var haft samráð við umhverfisverndarsamtök til þess að vernda og valda sem minnstu raski á fuglalífi staðarins, en m.a. er varpstöð sjaldgæfrar uglu (burrowing owl), sem er í útrýmingarhættu á miðjum golfvellinum. Mikið hefur ennfremur verið lagt upp úr að vernda aðrar dýra-blóma-trjá- og kaktusategundir en mjög fjölbreyttar tegundir kaktusa gefur að finna á Arúba. Áberandi á vellinum eru grænir, villtir páfagaukar og eðlur og salamöndrur, sem eru í sólbaði á klettum við völlinn.
Tierra del Sol golfvöllurinn er 18 holu, 6228 m langur par-71 völlur, hannaður af Robert Trent Jones II. Hann er jafnframt eini 18 holu völlurinn og stolt Arúba. Við völlinn gefur að finna flóðlýst æfingasvæði og sérstaka pútt- og chipp-æfingavelli.
Tierra del Sol golfvöllurinn er í norðvestur horni Arúba. Vindur af norðaustri gerir allt spil á vellinum notalegt, jafnvel yfir heitasta tíma dagsins. Svo undarlegt sem það hljómar þá finnst mörgum tilfinningin svipuð þeirri að vera að spila í Skotlandi eða í Scottsdale í Arizona í Bandaríkjunum, þegar þeir slá af 1. teig á Tierra del Sol.
Á golfvellinum er 5 frábærar par-3 brautir, þar sem nota verður allt frá 8 járni til hybrid-kylfa. Síðla dags er vinsælt að spila 3. brautina, sem er fyrir neðan Californíu-vitann (sjá mynd) og veitir óviðjafnanlegt útsýni yfir sólarlag í Karabíska hafinu.
Par-5 brautirnar á Tierra del Mar þykja ekki ýkja langar – sú lengsta er 549 metra – en í raun eru þær “lengri” vegna þess að spilað er á móti vindi. Það þykir t.a.m. gott að ná pari á 12. braut, sem er 438 metra. Skemmtilegasta par-5 brautin er þó 14. brautin sem er 488 metra hundslappar-braut.
Fyrir þá sem ekki spila golf er tilvalið að slaka á undir slútandi greinum divi-divi trésins eða fara í rómantíska tunglskinsgöngu á ströndinni, eftir “erfiðan” dag við sólböð á sömu strönd.
Heimild: Golfweek
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
