Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2011 | 15:00

Þrjár góðar golfbækur

Nú þegar það allraheilagasta af jólahátíðinni er liðið og flestir sitja heima með stafla af golfbolum, sem hefðu ekki passað fyrir 6 jólahátíðum síðan, nýjum ipodum og Guð má vita hverju öðru, sem þið hafið fengið í jólagjöf, þá er ekki úr vegi að benda á góða grein Ron Whitten í Golf Digest, þar sem hann stingur upp á enn 3 golfbókum, sem bæta má við restina af jólabókarstaflanum. Þetta eru golfbækur, sem allar fjalla um golfvallararkítektur, fyrir þau ykkar sem hafið áhuga á slíkum bókum og reyndar líka þá sem halda að þeir hafi það ekki. Þær eru nefnilega alveg ótrúlega skemmtilegar margar hverjar og þessar líta út fyrir að vera spennandi:

1. Lipouts …The Best I Could Do From the First Two Years eftir golfvallararkítektinn Nathan Crace.

Lipouts.jpg
Í bókinni eru 17 kaflar og uppáhald Ron er kaflinn „A Day with Pete Dye (frægur golfvallarhönnuður f. 29. desember 1925 – kvæntur golfmeistaranum Alice Dye, sem hannaði golfvelli með eiginmanni sínum).  Í þessum kafla lýsir Nathan Crace degi með Pete á meistaraverki þess síðarnefnda í Mississippi, sem er 8000 yarda langur. Á göngunni um völlinn lýsir Pete m.a. löngun sinni til þess að hanna 880 yarda par-6 braut á fyrstu dögum sínum sem golfvallararkítekts í Copper Mill Golf Club, sem síðan varð aldrei neitt úr – en í staðinn bjó hann til 2 brautir eina par-5 og aðra par-3, en völlurinn hlaut síðar m.a. „Best Affordable Course“ verðlaun Golf Digest.  Í bókinni er minnst á Ron (þ.e. höfund greinarinnar) en hann gerðist svo frægur að telja alla bönkera á Whistling Straits og það kom m.a. í ljós að hann hafði talið „bönkerinn“ sem margir vildu meina að væri ekki bönker, sem Dustin Johnson var látinn taka víti í á PGA Championship 2010. Bókin er aðeins 132 síðna og er auð- og fljótlesin og margur fróðleikur í henni.
Það er gott að hafa skoðanir, en staðreyndirnar eru betri. Allt frekar um Lipouts má sjá á vefsíðunni:  www.lipouts.com.
2. Discovering Donald Ross eftir golfvallararkítektúrs penna Golfweek, Brad Klein.
discovering-donald-ross.jpg
Bókin „Discovering Donald Ross“ eftir  Brad Klein, kom fyrst út árið 2001 og vann golfbókarverðlaun bandaríska golfsambandsins í alþjóðlega bókarflokknum það ár. Upphaflegi útgefandi bókarinnar, Clock Tower Press neitaði að endurútgefa bókina þannig að Klein gaf út „uppdeitaða“ bók um mitt árið 2011.  Upphaflega bókin, sem er á stærð við smáborð var efnismikil samantekt á ferli Ross ásamt athugasemdum Klein og fallegum myndum af hönnun Ross. Nýja útgáfan er nákvæmlega eins, þar til í blálokin þar sem Klein skrifar nýjan kafla um hvað hafi orðið um marga Donald Ross velli s.l. áratug, en meðal þess eftirtektarverðasta er endurgerð Pinehurst nr. 2, sem Bill Coore og Ben Crenshaw sáu um. Ef þið eigið upprunalegu bókina ekki fjárfesta í þessari bók sem kostar $65 út úr bókabúð í Bandaríkjunum. En ef þið eigið hana ekki, endilega kaupið nýju bókina. Ef þið kallið ykkur kylfinga þá er ekki seinna að vænna en að uppgötva Donald Ross. Sjá allt nánar um bókina á: http://discoveringdonaldross.com.

The Nature Faker

3. The Nature Faker eftir Wayne S. Morrison og Thomas E. Paul
Þriðja og síðasta golfbókin, sem hér verður minnst á setur alveg nýjan standard fyrir golfarkítektúrasjálfsævisögur. Bókin geymir m.a. samsafn af golfvallaruppdráttum William (Bill ) Flynn og skemum hans. Höfundar bókarinnar eru miklir Flynn aðdáendur, sem hafa greinilega varið mikið af frítíma sínum í að hafa upp á öllu sem tilheyrði átrúnaðargoði þeirra. Það er hreinasta afrek og fremur þreytandi að lesa þessa bók, því hún er hvorki meira né minna en 2.260 blaðsíðna (já, það er aldrei að þessu vant engin ritvilla hér!) – og bókin er svo stór umfangs að hún er aðeins fáanleg á DVD diskum.
Í þessari bók/disk er t.a.m. farið í hvert smáatriði Merion East golfvallarins, Shinnecock Hills, Cherry Hills og Cascades.  Eins er fjallað um „The Country Club“ í Boca Raton, Flórída bæði í Brookline og Pepper Pike. Fjallað er um ALLT sem Flynn hannaði.  Bókin er heilmikið afrek, sem er bæði heillandi og öfundsvert.
Það sem þó vekur athygli er að aðeins eru 6 myndir af Flynn sjálfum í þessari stóru bók. Líkt og flestir golfvallararkítektar, þá fannst Flynn best að kastljósið beindist ekki að sér og því fáar myndir til af honum. Panta má bókina/diskana fyrir $75 á
wsmorrison@hotmail.com. eða í gegnum eftirfarandi síðu á Facebook:  here’s the Facebook page.