Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 07:00

Þórður Rafn T-27 í Portúgal f. lokadaginn

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék þriðja hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal í gær.

Þórður Rafn lék 3. hringinn í dag á 2 undir pari, 70 höggum og er T-27, þ.e. fer upp um 14 sæti frá því deginum þar á undan

Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á sléttu pari, 216  höggum (72 74 70).

Á 3. hringnumékk Þórður frábæran örn, en missti forskotið strax á næstu holu með skramba, og fékk auk þess 2 fugla.

Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti. Hringurinn í dag er því afar mikilvægur og óskar Golf 1 Þórði alls hins besta!!!

Til þess að fylgjast með gengi Þórðar á úrtökumótinu í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: