Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 20. 2016 | 15:15

Þórður Rafn T-22 komst gegnum niðurskurð

Íslandsmeistarinn í höggleik, Þórður Rafn Gissurarson, átti 2. hring á parinu í dag, 72 högg og það skilaði honum því að hann er T-22 þ.e. jafn öðrum í 22. sæti á Red Sea Egyptian Classic mótinu í Egyptalandi.

Hann komst því í gegnum niðurskurð en 40 efstu náðu niðurskurði; þurftu að vera á 7 yfir pari eða betur.

Þórður Rafn var á samtals 5 yfir pari (77 72) og spilar því lokahringinn á morgun, en mótið stendur 19.-21. janúar 2016.

Í efsta sæti e. 2. dag er David Law frá Skotlandi; búinn að spila á samtals 3 undir pari (70 71).

Sjá má stöðuna á Red Sea Egyptian Classic mótinu e. 2. dag með því að SMELLA HÉR: