Þórður Rafn Gissurarson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2014 | 04:30

Þórður Rafn sigraði í móti á Jamega Tour

Þórður Rafn Gissurarson, GR, sigraði á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður á Jamega Pro Golf Tour á Englandi.

Mótið fór fram s.l. helgi á Calcot Park og voru þátttakendur 74. Mótið var 36 holu.

Þórður Rafn lék á samtals 5 undir pari 135 höggum. (67 68) og átti 1 högg á Bretann Simon Griffiths og Englendinginn Craig Hinton, sem báðir voru á 4 undir pari, hvor.

Í sigurlaun hlaut Þórður Rafn 4000 pund (þ.e. uþb. 770.000,- íslenskar krónur).

Glæsilegur árangur þetta hjá Þórði Rafni!!!

Til þess að sjá lokastöðuna á mótinu á Calcot Park 30. júní sl. á Jamega Tour SMELLIÐ HÉR: